Kaupa kolefniseiningar


Eitt tonn af kolefniseiningum hjá Votlendissjóði kostar 2.000,- krónur.

Hér getur þú greitt fjárframlag til Votlendissjóðsins sem verður notað til að endurheimta votlendi. 

MILLFÆRA BEINT

Bankanúmer: 0537  - Höfuðbók: 26  - Reikningsnúmer: 516  - Kennitala: 620518-1230


KOLEFNISEININGAR VOTLENDISSJÓÐS

Allar seldar kolefniseiningar sjóðsins fást með 8 ára framvirkum samningum við landeigendur þar sem sjóðurinn stendur straum af öllum kostnaði endurheimtar en fær í staðinn allar einingar úr framkvæmdinni til 8 ára. Sjóðurinn selur þær fyrirtækjum til að standa skil og gera ráðstafanir vegna losunar sinnar. Verðskráin er þannig sett upp sem einingakerfi, óvottað og einingarnar væntar til 8 ára. Öll okkar verkefni er undir eftirliti Landgræðslunnar en sjóðurinn vinnur að innleiðingakerfið VERRA ferla og vottanna í samráði við Landgræðsluna, Landbúnaðarháskólann og Eflu verkfræðistofu



GREITT MEÐ KORTI

Einstaklingar

Einstaklingar geta greitt í sjóðinn í gegnum greiðslugáttina hér fyrir neðan til að mæta kolefnislosuninni sinni. Í því felst að greiða upphæð sem nemur þeim tonnafjölda sem þeir hafa losað, t.d. eftir flugferð, notkun bifreiðar o.s.frv. Vitað er að það kostar um kr. 2000 að stöðva 1 tonn af gróðurhúsalofttegundum með því að endurheimta votlendi.


FLUG

Fyrir eina flugferð til og frá Evrópu fyrir einn greiðir þú 3.000,- kr

Fyrir eina flugferð til og frá Bandaríkjunum fyrir einn greiðir þú 5.000,- kr

Fyrir eina flugferð til og frá Asíu fyrir einn greiðir þú 8.500,- kr

Fyrir eina flugferð til og frá Ástralíu/Nýja Sjálandi fyrir einn greiðir þú 20.000,- kr


EINKABÍLAR

Fyrir nýjan lítinn fólksbíl miðað við meðaleyðslu og 20.000 km á ári kostar 5.000,- kr

Fyrir nýjan jeppling miðað við meðaleyðslu og 20.000 km á ári kostar 10.000,- kr

Fyrir jeppa af fullri stærð miðað við meðaleyðslu og 20.000 km á ári kostar 20.000,- kr


Eins og gera má ráð fyrir eru allar tölurnar hér að ofan viðmiðunar tölur. Einstaklingar geta einnig millifært upphæðina inn á reikning 537-26-516, kt. 620518-1230. Votlendissjóðurinn sér um að verja peningunum í að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun gróðurhúsalofttegunda.


Fyrirtæki og stærri kaupendur

Fyrirtæki sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð í verki geta  millifært  inn á reikning 537-26-516, kt. 620518-1230. Votlendissjóðurinn sér um að verja peningunum í að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun gróðurhúsalofttegunda.


Mörg fyrirtæki halda loftslagsbókhald þ.e. þau skrá niður hversu mikið þau losa af gróðurhúsalofttegundum á ári. Til að axla ábyrgð á þeirri losun er hægt að kaupa stöðvun á sama magni hjá Votlendissjóðnum. Hvert tonn kostar kr. 2000 


Fyrirtæki geta einnig sett sig í samband við Votlendissjóðinn í gegnum netfangiðnu einarb@votlendi.is eða í síma 618 9000 til að fræðast nánar um ferlið.


Fleiri leiðir færar en beinar greiðslur

Hægt er að leggja Votlendissjóðnum lið á fleiri vegu en að greiða í sjóðinn. Þær leiðir henta þeim sem eiga land og vilja sjá um endurheimtina sjálfir eða þeim sem eiga tæki til þess og vilja leggja til vinnu, sjá nánar hér .


Öll framlög nýtast beint til endurheimtar votlendis og stöðvunar á losun CO2.

Við þökkum allan stuðning og hvetjum þá sem vilja sýna gott fordæmi að deila þessum upplýsingum áfram.


Skilmálar

 

  • Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.
  • Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
  • Veittur er 14 daga skilaréttur við styrkveitingar gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær styrkurinn var veittur.
  • Votlendissjóðurinn áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða stöðva greiðslu fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
  • Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur

 

Share by: