Ný stjórn Votlendissjóðs
Ný stjórn Votlendissjóðs kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.

Ný stjórn var kjörin ársfundi Votlendissjóðs 2022, þriðjudaginn 15. mars. En stjórnin kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag. Frá vinstri Ólafur Eggertsson bóndi nýr varaformaður stjórnar, Halldóra Kristín Hauksdóttir, eigandi Græneggja ehf. og stjórnarmaður í Bændasamtökum, Helga J. Bjarnadóttir verkfræðingur og sviðstjóri hjá Eflu, Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og nýr ritari stjórnar, Sveinn Ingvarsson bóndi og fyrrum varaformaður stjórnar Bændasamtakana, Ingunn Agnes Kro lögfræðingur og nýr formaður stjórnar, Þórunn Inga Ingjaldsdóttir viðskiptafræðingur og forstöðumaður hjá Samskipum, Sigurður Torfi Sigurðsson ráðgjafi á rekstrar og umhverfissviði Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Kristrún Tinna Gunnarsdóttir forstöðumaður stefnumótun og sjálfbærni hjá Íslandsbanka og Hjálmar Kristjánsson útgerðarmaður.