Votlendissjóður stöðvar sölu kolefniseininga þar til vottun er í höfn

Jan 31, 2023

Votlendissjóður stöðvar sölu kolefniseininga þar til vottun
er í höfn


Vegna skorts á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrifa krafna um vottun á fjármögnun verkefna, hafa stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn, en það ferli er þegar hafið. Fram að vottun verður látið af sölu kolefniseininga en sjóðurinn kallar þó áfram eftir samvinnu við landeigendur sem eru áhugasamir um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, eflingu fuglalífs og lífs í vötnum og ám og/eða sölu alþjóðlega vottaðra kolefniseininga.  Samið hefur verið við framkvæmdastjóra sjóðsins um starfslok en hann mun áfram verða stjórn sjóðsins innan handar við útistandandi verkefni. 

Vinna við að afla Votlendissjóði alþjóðlega vottun er í fullum gangi. Tímaáætlun EFLU, verkfræðistofu, gerir ráð fyrir að vottunarferlinu ljúki á seinni hluta þessa árs og því standa vonir til þess að hægt verði að hefja vottaða endurheimt á seinni hluta ársins 2023 og sölu á virkum einingum, fyrir hönd áhugasamra landeigenda, á síðari hluta ársins 2024.

Á árinu 2022 endurheimti Votlendissjóður einungis 79 hektara af votlendi, sem er undir 0,1% af því sem talið hefur verið unnt að endurheimta hérlendis. Þetta voru stjórninni mikil vonbrigði og því þörf á að taka skref til baka og skoða heildarmyndina. Ýmsir þættir hafa haft neikvæð áhrif á öflun jarða til endurheimtar votlendis, svo sem skortur á fjárhagslegum hvötum til landeigenda, bið eftir formlegri staðfestingu á áhrifum endurheimtar votlendis á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslensku votlendi, skortur á vottun og skortur á slagkrafti af hálfu stjórnvalda í málaflokknum. Með vottun vonast Votlendissjóður til þess að rutt verði úr vegi flestum þessara þröskulda.

Þá hefur umhverfi Votlendissjóðs tekið töluverðum breytingum frá því að sjóðurinn var stofnaður árið 2018. Sjóðurinn hefur í gegnum tíðina fjármagnað endurheimtarverkefni sín með sölu kolefniseininga sem verða til við framkvæmdirnar. Í takt við nýlega tækniforskrift um kolefnisjöfnun er lögð aukin áhersla á að slíkar einingar skuli vera vottaðar af þriðja aðila. Sjóðurinn tók þátt í vinnu Staðlaráðs við tækniforskriftina og fagnar því að komin sé fram skýr umgjörð um framleiðslu vottaðra kolefniseininga hér á landi og hvað felst í kolefnisjöfnun með loftslagsverkefnum. En þar sem Votlendissjóður er ekki kominn með vottun á kolefniseiningar sínar, takmarkar það möguleika hans til fjármögnunar verkefna.


Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs:  „Stjórn Votlendissjóðs þykir miður að þurfa að draga tímabundið saman seglin í starfseminni, þar sem hvert ár sem losun frá framræstu votlendi hefur verið stöðvuð telur í baráttunni gegn hlýnun jarðar. Stærsti kosturinn við endurheimt votlendis, sem náttúrumiðuð lausn í loftslagsbaráttunni, er að einungis tekur nokkra daga eða vikur frá framkvæmd þar til að losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað verulega. En á meðan ekki fást jarðir til endurheimtar og möguleikar til fjármögnunar verkefnanna eru skertir, er það mat stjórnarinnar að þetta sé ábyrgasti kosturinn í stöðunni, samhliða því að unnið er að vottun. Stjórn sjóðsins vonast þó eftir áframhaldandi stuðningi samfélagsins við þetta mikilvæga verkefni. Við erum ennþá fullviss um að endurheimt votlendis sé ein besta og skilvirkasta loftslagsaðgerð sem stendur til boða á Íslandi.“ 


Frekari upplýsingar veitir:
Ingunn Agnes Kro, formaður stjórnar Votlendissjóðs: 
ingunnkro@simnet.is, s: 851-8855,
eða 
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, stjórnarmaður: 
thorunn.inga.ingjaldsdottir@samskip.is, s: 779-3699.


By Einar Þór Bárðarson 25 Oct, 2022
Ein af aðalforsendunum í þessu ferli er að fá meðaltalslosun hektara á Íslandi staðfesta og verkefni Eflu þessa daganna er að taka saman öll rannsóknargögn Landgræðslunnar og Landbúnaðarháskólans og setja saman í greinar sem fengju ritrýnda meðferð í viðurkenndum vísindaritum.
By Einar Þór Bárðarson 01 Sep, 2022
Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt starfsemi eða einstaklingi á Norðurlöndum sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða
By Einar Þór Bárðarson 29 Jun, 2022
Landgræðslustjóri gerir alvarlegar athugasemdir við rannsókn á losun ræktarlands sem birt var á dögunum. Í grein sem hann birtir í Bændablaðinu segir hann "Úttektar- aðilar eru fljótir að sjá í gegnum óvönduð vinnubrögð." Greinina má lesa í heild sinni hér að neðan.
By Einar Þór Bárðarson 22 Apr, 2022
Í dag föstudaginn, 22 apríl afhend forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, „Vonina“, þakklætis-viðurkenningu Votlendissjóðs .
By Einar Þór Bárðarson 06 Apr, 2022
Ný stjórn Votlendissjóðs  kom saman á sínum fyrsta stjórnarfundi síðasta mánudag.
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Síðustu daga hafa verið afgreidd tvö framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdir á vegum Votlendissjóðs 
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Votlendi njóta sérstakrar verndar sa mkvæmt náttúruverndarlögum
By Einar Þór Bárðarson 24 Mar, 2022
Rýnihópur vélaverktaka með reynslu a f endurheimt votlendis kom að gerð námskeiðsins og sammældist um að námskeiðið væri afar gagnlegt .
By Einar Þór Bárðarson 17 Mar, 2022
Árskýrsla Votlendissjóðs aðgengileg
17 Mar, 2022
Ný stjórn var kjörin ársfundi Votlen dissjóðs 2022 þann 15. mars.
More Posts
Share by: