Góðir gestir í heimsókn
May 7, 2021
Góðir gestir í heimsókn

Lucie Samcová - Hall Allen sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi kynnti sér starfssemi Votlendissjóðsins í gær ásamt samstarfsfólki sínu. Sendinefnd Evrópusambandsins hér á landi sem hún fer fyrir hefur kolefnisjafnað sína starfssemi hjá sjóðnum frá upphafi og sjóðurinn er þakklátur fyrir þá velvild og stuðning.
ESB er leiðtogi á heimsvísu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og hefur dregið áfram metnað þróaðri ríkja á því sviði.