Votlendissjóðurinn gengur í Festu
Votlendissjóðurinn orðin meðlimur í Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni

Í vor gerðist Votlendissjóðurinn meðlimur í Festu. Festa er miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni eru frjáls félagasamtök með aðsetur í Háskólanum í Reykjavík. Hlutverk Festu er að auka þekkingu á samfélagsábyrgð og sjálfbærni fyrirtækja, stofnana og hverskyns skipulagsheilda. Með aðild sinni að Festu vonast sjóðurinn til þess að efla þekkingu á starfsseminni meðal aðildarfélaga Festu og efla tengsl sjóðsins við samfélagslega ábyrg fyrirtæki og stjórnendur þeirra. Festa tengir saman ólíka aðila; fyrirtæki, sveitafélög og einstaklinga sem vilja vera leiðandi á sviði samfélagsábyrgðar og sjálfbærni.
Myndin sem fylgir fréttinni er af Halldóri Þorgeirrsyni formanni Loftslagsráðs þegar hann ávarpi Loftslagsfund Festu og Reykjavíkurborgar árið 2020