Votlendissjóður þakkar fyrir ómetanleg framlög
June 22, 2020
Votlendissjóður þakkar fyrir ómetanleg framlög

Á Ársfundi Votlendissjóðs þann 11. júní. notaði stjórn sjóðsins tækifærið og þakkaði kraftmiklum aðilum ómetanleg framlög í þágu sjóðsins.
Fyrstan ber að nefna Eyþór Eðvarðsson frumkvöðul, eldhuga og stofnanda sjóðsins sem með atfylgi sínu kom sjóðnum á laggirnar eftir mikla undirbúningsvinnu og stýrði sjóðnum fyrstu misserin.
Þá afhenti sjóðurinn Orkunni og Skeljungi þakkir fyrir þeirra framlag sem en samstarfsamningur Orkunnar og sjóðsins gerir Orkuna að stærsta bakhjarli sjóðsins. Það var Vigdís Guðjónsdóttir sem tók við þökkunum fyrir hönd Skeljungs.
Karl Andreasen tók svo við þakklætis votti fyrir hönd Ístaks verktakafyrirtækis en þeir framkvæmdu endurheimt fyrir sjóðinn á 53 hektara og hefur svo haldið áfram að endurheimta á þessu ári. Sjóðurinn stendur í mikilli þakkarskuld við þessa aðila.