Ársskýrsla Votlendissjóðs 2020
June 11, 2020

Votlendissjóður hélt ársfund sinn fyrir árið 2019 í dag. Þar sem lögð var fram árskýrsla sjóðsins sem hér
má lesa.
Votlendissjóður endurheimti votlendi á fjórum jörðum árið 2019. Í það heila endurheimtum við votlendi á 72 hekturum sem er stöðvun útblásturs sem nemur 1.440 tonnum á þessu ári og margfaldað í 8 ár sem dæmi eru það 11.520 tonn af CO2 ígildum sem hætta að fara út í andrúmsloftið. Það er sambærilegt því að við myndum taka 720 bíla úr umferð í ár. Það magn á ári samsvarar svo 5760 fólksbílum í 8 ár. Það munar sannarlega um það. Framundan eru mjög spennandi tímar hjá Votlendissjóð.